Tuesday, October 22, 2013

Haustmyndir

Ég smellti mér út með börnin um daginn til þess að taka nokkrar haustmyndir. Mamma var til að aðstoða mig en það urðu hins vegar ekkert til margar góðar myndir. 3 molar allir að hugsa um sitthvoran hlutinn. 

Elmar alveg heillaður af haustinu og stelpurnar að vera kjánar :-)
:-)

Mun meira spennandi að príla í trjánum en að standa í einhverri myndatöku.. Erla er hér líka búin að spotta leikfélaga og hugurinn farinn á flug.

Hún var svo hlaupin en ég náði nokkrum myndum af litlu börnunum í viðbót.

Ragna var auðvitað ekkert kjurr..





En Elmar Ottó naut sín í módel hlutverkinu :-)



Eigiði góðan dag! :-)

Kv. Dúdda <3

1 comment: