Þessari litlu rófu sem ég á tekst að bræða mig á hverjum einasta degi - oft á dag!
Um helgina þegar Erla Maren fór í fjallgöngu með ömmu sinni, fór ég með litlu börnin tvö í smá göngutúr. Elmar Ottó svaf allan tímann en Ragna Evey hélt uppi stuði og gleði. Stundum segja þessi kríli hluti sem má ekki gleyma og þessi mynd lýsir því.
Hún kastaði laufum yfir sig og hrópaði ekki Hipp - hipp -Húrra! Neeeeii maður segir að sjálfsögðu Bip - bip - Kúrraaaa!
Vonderfúl!
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment