Saturday, October 19, 2013

Helgin

Stóra ævintýramyndin mín er heimilislaus eins og stendur. Ný mynd fékk hennar stað á ganginum. Núna kúrir hún sér á skrifborðinu á bak við tölvuna. Kannski fínt fyrir mig að hafa hana þar sem áminningu svo ég skelli mér út með börnunum mínum og búi til ævintýri með þeim í fallega haustveðrinu. Svo að ég gleymi mér ekki alveg í lærdómi, en ég gæti auðveldlega eytt allllri helginni í að læra enda af nógu að taka. Þessi heimilismynd hefur verið að fæðast síðustu daga, eldrauð og fín. Vona að sú sem pantaði hana verði glöð með hana.

Eigiði góða helgi

No comments:

Post a Comment