Veifurnar sem skreyta eldhúsið og stofuna eftir afmælið hennar Erlu hafa gert það að verkum að ég er dugleg að taka af þeim myndir. Hér koma nokkrar.
Það er ekkert slæmt að vinna við þessar aðstæður. Rósirnar sem tengdó komu með að sunnan fyrir afmælið hennar Erlu setja algerlega punktinn yfir i-ið.
Sunnudagsgrauturinn. Allt er fallegra með svona fínt skraut.
Erla Maren les með tilþrifum. Kósý á þriðjudagskvöldi með heitt kakó og rjóma.
Systkinin hafa það kósý fyrir svefninn.
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment