Thursday, October 23, 2014

Stafaplakat

Hér má sjá nýja stafaplakatið okkar frá Karon design. Ég sá það fyrst í Hús&Híbýli og hugsaði með mér að ég yrði að eignast það. Ég er yfir mig heilluð af því en til að byrja með var það hengt upp í eldhúsinu ásamt fleira fíneríi. Að vísu er það komið á nýjan stað núna en mig langaði bara til að benda ykkur á þetta plakat. Íslenskir stafir og mjög svo stílhreint og fínt.

Vona að þið eigið góðan dag.
Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment