Thursday, March 5, 2015

Að framkalla

Um daginn þá sendi ég myndir í framköllun, Mikið sem það var góð tilfinning enda búið að vera á dagskránni í langan tíma. Ég lét stækka nokkrar myndir og svo lét ég prenta vel valdar instagram-myndir á ljósmyndapappír. Mér finnst það bara fallegra svoleiðis. Þau hjá Filmverki á Selfossi græjuðu þetta fyrir mig hratt og örugglega og ég alveg alsæl með allar fínu myndirnar. Þau bjóða uppá netframköllun sem var mjög einfallt og fljótlegt að vinna með.



Annars leið svolítill tími áður en ég hengdi nokkuð uppá vegg. Ég held að það sé afþví að ég hafi leitað af of mikið af innblæstri. Það eru einfaldlega of mikið af fallegum hugmyndum þarna úti!


Það skiptir mig miklu máli að skreyta heimilið mitt með myndum og munum sem ég tengi við og hvað ætti ég að tengja betur við en myndir af mínum uppáhalds. Hér má sjá Elmar Ottó dást að veggnum í eldhúsinu

Sko, alsæll með þetta eins og mamma sín!

Kannski best að taka það fram að ég fæ ekkert fyrir að skrifa um fyrirtækið sem ég nefni í færslunni. Langaði bara að benda á þessa góðu þjónustu.

Í færslunni hér fyrir neðan má sjá smá brot af myndaveggnum sem hangir nú inni í stofu.


Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment