Nokkrar myndir frá því í síðustu viku þegar óveður geisaði. Þá fukum við næstum heim einn daginn úr skólanum og svo var enginn skóli daginn þar á eftir. Okkur leiddist það ekkert mjög og nutum þess að eiga góðar stundir saman.
Okkur þótti notalegt að borða saman morgunmat í miðri viku,
Sólin skein inn á milli og þá kom í ljós þetta Winter wonderland.
Smá rafmagnsleysi - það eiginlega tilheyrir. Gott samt þegar það stendur stutt yfir. Sérstaklega þar sem kvöldin eru nýtt í vinnu og verkefnaskil.
Kærleikskremja
Tjaldbúar - við bara urðum! Þetta er alltaf svo spennandi. Við eigum mjög mörg teppi í Innstu Tungu og þau koma sér alltaf vel. Sérstaklega í svona leik.
Annars er ég alveg komin með nóg af vetri í bili. Er að bíða eftir vorinu. Það er samt eins og veturinn sé ekki búinn að fá nóg af mér :-)
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment