Sveitalífið fer okkur nokkuð vel get ég sagt ykkur. Við flökkum á milli landshluta ég og börnin. Heimilislaus en þó ekki á götunni. Það er gott að eiga góða að sem hýsa okkur þangað til við flytjum loks í nýju íbúðina.
Ragna náttúrubarn, alltaf tilbúin að aðstoða.
Við Elmar að vökva í gróðurhúsinu hjá mömmu. Hann aðeins að misskilja. Grænmetið er jú það sem á að vökva ;-)
Reynir að gera eins og lömbin. Hann komst ekki í gegn... En fær 10 fyrir viðleitni.
Vinnumaðurinn á bænum. ,,Mamma, bilaaaaðuuu."
Vel sátt að vökva. :-)
Og Ragna hjálpar hér líka.
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment