Mér finnst ég ekki getað haldið áfram hér án þess að setja hér inn minningarpóst um elsku Erlu ömmu. Erla var amma Alla míns, langamma barnanna minna, en hún var Erla Amma okkar allra.
Hún lést í byrjun ágúst eftir stutt veikindi og við söknum hennar öll mikið. Hún var dásamleg manneskja sem maður hlakkaði alltaf til að hitta og við vorum svo lánsöm að hitta hana oft og mikið.
Hún var stórkostleg kona. Hún var hreinskilin, hafði dásamlega nærveru, var ljúf og góð. Hún var mikil listakona í höndunum ogvið erum svo heppin að eiga mikið af skrauti sem hún heklaði. Við skreytum heimilið okkar stolt með því. Þegar maður hugsar til svona góðrar og fallegrar manneskju þá eru orðin svo fátækleg.
Erla átti svo fallegan sið. Þegar eitthvað stóð til hjá okkur eða einhverjum tengdum henni þá kveikti hún á kerti fyrir okkur og vissi maður þá að hún hugsaði til manns. Þennan sið munum ég halda í. Dýrmætt.
Nokkrar myndir fylgja með.
Nóg af þolinmæðinni. Erla amma kennir nöfnu sinni að prjóna.
Frá skírnardegi Elmars Ottós.
Alli minn og Erla í sjötugsafmæli hennar.
<3
Nöfnur syngja og dansa á pallinum á Helgó.
Þessi lýsir Erlu hjartahlýju ömmu vel. Dýrmæt mynd.
Ég veit eiginlega ekki hvað ég get meira sagt. Orðin duga ekki til að lýsa henni né því hvernig mér líður.
Elsku Erla - takk fyrir allt og allt.
Fallið lauf
undir fótum mér
Minningin dauf
er það sem óttast ég
ég lýt höfði er ég hugsa hlýtt um þig
Og líkt og fallið lauf færist kuldinn um mig
Minning þín
stendur eftir hér
Er vindur hvín
finnst ég heyr'í þér
Það er sárt að kveðja elsku hjartans vina mín
en með þungum harm ég kveð þig um sinn
Ég hugs'um þig og ég sé
minningar sem elska ég
og sama hvert ég mun fara veit ég
að þú vakir yfir mér, þú vakir yfir mér
Fallið lauf
er fokið burt
það þögnina rauf
þó svo smátt og þurrt
en það mun skilja sporin eftir sig
þegar fellur lauf, þegar fellur lauf,
þegar fellur lauf sé ég þig
undir fótum mér
Minningin dauf
er það sem óttast ég
ég lýt höfði er ég hugsa hlýtt um þig
Og líkt og fallið lauf færist kuldinn um mig
Minning þín
stendur eftir hér
Er vindur hvín
finnst ég heyr'í þér
Það er sárt að kveðja elsku hjartans vina mín
en með þungum harm ég kveð þig um sinn
Ég hugs'um þig og ég sé
minningar sem elska ég
og sama hvert ég mun fara veit ég
að þú vakir yfir mér, þú vakir yfir mér
Fallið lauf
er fokið burt
það þögnina rauf
þó svo smátt og þurrt
en það mun skilja sporin eftir sig
þegar fellur lauf, þegar fellur lauf,
þegar fellur lauf sé ég þig
(Sverrir Bergmann)
Kv. Dúdda <3
Samhryggist ykkur innilega <3
ReplyDeleteÞetta er falleg minning um konu sem var greinilega falleg að innan sem utan. Ég samhryggist ykkur.
ReplyDeleteSvo fallega skrifað Dúdda um einstaka konu og ömmu sem þótti svo vænt um ykkur og langömmubörnin sín. Myndin neðst segir meira en öll orð. <3
ReplyDelete