Eftir erfitt sumar þar sem við vorum heimilislaus fengum við loks íbúðina okkar afhenta í lok júlí.
Ég ætti eiginlega að nota tækifærið og þakka fólkinu mínu fyrir að umbera mig í sumar en ég átti erfitt andlega útaf þessu róti öllu. Takk allir sem nenntu að hlusta á vælið í mér. Eins og segir í laginu. Það styttir alltaf upp. Alltaf birtir til. Það á svo sannarlega við hér.
Tálknafjörður kvaddur.
Næsta stopp
Allt á rúi og stúi
Nýja heima.
Allir sáttir
Ánægð með nágrennið
Börnin á Skólavöllum
Það er ýmislegt sem þarf að gera í nýja húsinu. m.a. að laga stigann sem er ansi hættulegur. Við fengum að kynnast því nokkrum klukkutímum eftir að við komum þar fyrst inn þegar Elmar datt í honum og fékk skurð á ennið.
Lúrað í holunni sinni.
Loksins ró. Systur föndra.
Sumar á Selfossi. Við skreyttum lítið en lékum okkur með rauðar blöðrur inni.
Kórónur föndraðar úr fallegum pípuhreynsum úr Tiger.
Fótboltastelpur :-)
Vona að þið séuð að eiga góða helgi.
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment