Thursday, February 11, 2010

Smá skemmtilegt


Var að prófa smá verkefni sem ég fann hér..

Ég er ekki með gardínur í Eldhúsinu. Við fluttum hingað rétt fyrir jól og ég skellti upp jólagardínum en svo þegar ég tók þær niður þá var ég svo agalega ánægð með birtuna sem flæddi inn.. Svo ég hef ekki enn fengið mér neinar gardínur. Mig langar eiginlega bara til að hengja e-ð skemmtilegt föndur á þar í staðinn. Fyrsta skrautið er komið upp :-)

Ég er að gera grímubúning fyrir Erlu úr súkkulaði-brúnu garni.. Var spurð um daginn að því hvort að barnið ætti að vera kartafla... En nei, það er aðeins krúttlegra :-) Hlakka til að sýna ykkur.
Postulínskisa úr Góða Hirðinum. Gaman í fjársjóðsleit.
Nokkrar sætar tölur sem ég fékk hjá Ömmu Jónu
Fallega, fallega Maríuerlan hennar Erlu. Maður hér á Selfossi er að búa þessa fugla til. Hann heitir Úlli.
Gula garnið á samt huga minn allann. Vona að ég finni bráðum tíma til að hendast í verkefnið sem ég hef planað fyrir það. Það verður líka æðislegt!
Litla ungfrú Sólskin verður líka að fá að vera með :-)
















No comments:

Post a Comment