Friday, February 19, 2010

Yfirdekktar teiknibólur

Fyrir langa - langa löngu sá ég á netinu þessa hugmynd, en hvar það var er ómögulegt að segja! En allavega þá er hugmyndin ekki mín!


Mér fannst þetta samt svo skemmtilegt að ég gat ekki gleymt þessu.. Þó ég gleymi öllu öðru!!

Svo kom elskuleg móðir mín með lítið box, fullt af bútasaums afgöngum sem ég get núna legið yfir og skreytt teiknibólur með. Ég er ennþá bara búin að gera 6 stk, en á alveg pottþétt eftir að gera miklu fleiri!

No comments:

Post a Comment