Wednesday, April 28, 2010

Brúðkaupsbrjálæði

Brúðkaupsbrjálæði því það er meira en ár í stóra daginn.. Dæs..

Líka af því að ég á að vera að læra fyrir prófið í næstu viku.



Ég er svolítið búin að vera að skoða ebay og etsy í þeirri von að detta niður á hinn fullkomna kjól. Ég fíla að vera snemma í því hehe.. 
En það sem ég hef aðallega grætt er að ég veit enn minna um hvað ég vil. Hallast þó helst að vintage kjólum.. eða vintage inspired.

Skemmtileg hugmynd fyrir takið daginn frá - kort

Sulta fyrir gestina. 

Aðeins of fallegur vintage-kjóll
Dúúlllur.. mí læk?? Já.


prittí
Langar svo að vera í einhverjum svona léttum kjól

Þessi er líka kjút..

Ó svo sætt!
Kossa tréð.. Krúttlegt. Það verður örugglega kossakrókur í mínu brúðkaupi :-)


Falleg skreyting


Fleiri fallegir kjólar... 

Fuglar á kökuna. Bara fallegir

Myndirnar eru allar af once wed (linkur aðeins neðar)

Ef einhver hefur áhuga á flottum brúðkaupsbloggum eru þessi æði. 


Ef þið vitið um fleiri, endilega látið mig vita.

Ég vona að engin hafi ælt yfir væmninni!! haha

6 comments:

  1. Guð hvað ég öfunda þig að eiga þennan stóra dag eftir!!! Oh, þetta er svo frábærlega skemmtilegt allsaman! ;) (mér fannst þessi færsla s.s. langt í frá að vera væmin)
    Það sem ég mæli með í kjóla málum samt er að fara og máta allt sem þér dettur í hug, taka bara dag í það. Þá sérðu etv betur hvaða snið fer þér og hvað ekki, ég snérist bara í hringi á meðan ég skoðaði á netinu en eftir að ég fór í mátunarferð þá vissi ég hvað hentar mér og lífið varð einfaldara ;)
    Gangi þér annars vel með þetta allt saman, gaman gaman hjá þér!!!

    ReplyDelete
  2. Margrét Ísólfsd.April 28, 2010 at 2:13 PM

    Vá, þessi færsla er ekki neitt smá spemmtileg. Nú er ég að missa mig yfir bloggsíðunum sem þú settir inn þarna neðst. Ó, svo skemmtilegt!

    ReplyDelete
  3. Já Dúdda, höfum einn svona mátunardag, systur þínar, mútta og vinkonur horfa á þig máta silljón kjóla.. ahh, það væri best:)
    ..Ég get heldur ekki beðið eftir þessum degi!
    Ef þú ætlar samt að hafa eitthvað kossahorn, þá mun ég bara hanga þar!!! Nei djók;)

    ReplyDelete
  4. Guð en fallegt allt saman!
    Ég elska væmnuDúddu.. sækjast sér um líkir! ;)

    ReplyDelete
  5. Karitas (er með síðu á Facebook) gerir rosalega flottar styttur úr leir á búðartertur, ef þú hefur áhuga :)

    ReplyDelete
  6. Ahhh.. þessi síða ykkar fer sko beint í bookmarks hjá mér! Ekkert smá yndislegt og skemmtilegt að skoða hana! .-)

    Mér finnst líka þemað sem mér sýnist þetta brúðkaup vera að stefna í vera æði.. og ég held að ef við tökum neðri hlutann af kjólnum sem asíska konan er í og efri hlutann af seinasta kjólnum (myndin á undan fuglunum) þá séum við komin með eitthvað pretty awsome! .-)

    ReplyDelete