Wednesday, November 17, 2010

Nýjasta föndrið

er eitt stykki barn. Ég er búin að vera rosa orkulaus og þar af leiðandi litlu öðru komið í verk. Enda er ég mikið að vanda mig við þetta barn..
Nú langar mig að fara að gera mér einhver sniðug föt fyrir meðgönguna. og skelli hér inn nokkrum sniðugum linkum á fínheit.


Agalega sniðug gella með skemmtilegar hugmyndir að meðgöngufatnaði. Mér finnst þessar hugmyndir rosa sniðugar og hugsa að ég prófi..Svo er hérna ein slá sem er búin til úr gömlu pilsi. Ekki beint óléttu, en passar fínt fyrir okkur samt.. Mér finnst hún ekkert smá flott.

http://bumpwearproject.com/ Ágætis síða, virðist ekki vera mikil hreyfing þarna en fínt það sem er þar samt..

Svo er eitt sem ég hef verið að hugsa um síðan síðasta haust en það er hlý slá. Ég er núna búin að kaupa mér efni, en vantar svona smá uppá hvernig ég ætla að hafa hana. 

Árný, átt þú einhver snið af slám?

3 comments:

  1. Ó fína systir :)
    Ég hlakka til að sjá útkomuna á þessu föndri ;)

    ReplyDelete
  2. Flottasta föndrið! Tek undir með Árnýju, get ekki beðið eftir afrakstrinum!

    ReplyDelete