Það er samt alveg spurning að koma sér upp einhverju svona virki á meðan á þessu stendur:
Hlakka samt til þess að lesa um jólin. Lesa án þess að þurfa að hugsa óþarflega mikið.
Ég hlakka líka til þess að pakka inn gjöfunum fyrir jólin. En á næstu dögum ætla ég líka að skella inn flottum hugmyndum af öðruvísi og flottum pökkum
Ég er mikið að spá í litum þessa dagana. Vantar að finna fullkomna blöndu fyrir teppið sem ég vonandi bráðum byrja á. Fyrir litla ófædda ponsið.
Ég er líka mikið að hugsa um jólakortin sem ég veit ekki enn hvernig ég ætla að hafa. Það vantar ekkert hugmyndir en að velja þá réttu er vandamálið..
En eiginlega eiga garlandar af öllum gerðum hug minn allan núna því ég ætla að föndra og hengja fullt af þeim upp núna fyrir jólin! :-)
Annars er ég bara að reyna að njóta þess að vera ólétt og það gengur svona líka glimmrandi vel.
Hlakka samt til þess að lesa um jólin. Lesa án þess að þurfa að hugsa óþarflega mikið.
Ég er líka mikið að hugsa um jólakortin sem ég veit ekki enn hvernig ég ætla að hafa. Það vantar ekkert hugmyndir en að velja þá réttu er vandamálið..
En mig langar:
Að gefa öllum sem ég hitti origami trönu sem ég myndi búa til úr fallega pappírnum sem ég keypti í Snúðum og Snældum. Tími! hvar ertu?
Þú ert svo mikil dúlla:) Ég kíkji reglulega hérna og skoða hvað þú ert að bralla, og já gefa fiskunum að borða sem eru alltaf svangir!
ReplyDeleteGott að lesa að allt gangi vel:)
Kveðja Lena