Friday, December 31, 2010

Gleðilegt nýtt ár

Árið 2010 var mér einstaklega gott. Fullt af þáttum sem spila saman þar en þá hlýtur brúðkaupið núna í haust að standa algerlega upp úr :-)


Við byrjuðum með systrseiðs síðuna snemma á árinu. Hún hefur verið mikil uppspretta gleði hjá mér. Auk þess sem hún hefur hvatt mig til að gera hlutina, ekki bara hugsa um þá ;-)


Ég ætla að setja mér einhver markmið og óskir fyrir árið 2011. Og pósta þeim kannski hér inn á morgun. 
Ég ætla að gera allt það sem ég get til að gera árið 2011 jafngott ef ekki betra en árið 2010.
Allavega nóg spennandi framundan. Nýtt barn og svo klára ég námið mitt í vor :-) Erla Maren heldur svo alveg örugglega áfram að vera sama uppspretta gleði sem hún hefur verið hingað til. Það verður gaman að fylgjast með henni áfram :-)


En annars óska ég þess að árið 2011 færi ykkur öllum gleði og flottheit. En munum að ekkert kemur af sjálfu sér ;-) Svo upp með andann!No comments:

Post a Comment