Sunday, January 2, 2011

Nýja árið



Ætla að hengja þennan lista upp. Svo gef ég mér það leyfi að bæta á hann og breyta eins og mér sýnist. Því þetta er minn listi.


Ég held að það sé öllum hollt að setja sér markmið. Hvort sem þeir geri það við upphaf nýs árs eða á öðrum tímum. En ég held það sé mikilvægt að skrifa listann niður og hafa hann á stað sem maður gleymir honum ekki.

Ef einhverjir eru á móti svona listum, þá eru sumir sem vilja gera lista þar sem þeir líta til baka og hrósa sér fyrir það sem þeir gerðu vel á árinu. Hér er einn svoleiðis listi.

Elsie á ABeautifulMess bendir hér á góðar leiðir til þess að ná markmiðum sínum. Ágætt að hafa hann í huga ;-)

-----------------------
Á markmiða listanum tala ég um að taka þátt í Project ReStyle. Getið kynnt ykkur það verkefni hér. Ég er orðin frekar spennt fyrir því og er byrjuð á fyrsta verkefninu nú þegar ;-)

1 comment:

  1. Algjört möst að setja sér markmið annars fer maður bara í hringi;) Það er allavega mín kenning ;)

    ReplyDelete