Mér finnst svo gaman að skoða bloggið By hook, by hand og sjá hvað hún Beth býr til fallega hluti. Hún gerir ekki bara æðislegar dúkkur...
...Heldur líka fullt af fallegum hlutum og fötum fyrir dúkkurnar. Svo er hún svo ótrúlega almennileg að deila með öðrum öllu því sem hún gerir og hvernig hún fer að því. Ég er ennþá hálf feimin við uppskriftirnar hennar því ég er svo smeyk um að "þetta yrpi ekki jafn fínt hjá mér", en bráðum þarf ég að fara að hætta því bulli ;)
Hér eru dæmi um það sem hún er búin að búa til
Dúkkuhús búið til úr hekluðum "ömmuferningnum" og pappaspjöldum
pokar fyrir "pokadúkkur"
Svo finnst mér þessi taska sjúklega sæt! Þarna er pláss fyrir dúkku og fötin hennar
Það er hægt að skoða mikið fleiri myndir á Flickr síðunni hennar
Þær eru ekkert lítið fallegar þessar! Og aukahlutirnir æði!
ReplyDelete