Wednesday, February 16, 2011

Allt í bland - því það er allt að gerast

Verkefnin sem ég er með í gangi núna:

Spegill úr Góða hirðinum sem ætlar að verða Inspirational-board.

Mandarínukassi sem verður hirsla undir smádót:

Fallegi stóllinn sem ég fann í góða hirðinum. 2500 kr. Hann verður fullkominn hjá nýja fína skrifborðinu.
Hann er þannig farinn þessi elska að hann þarf að verða hvítur, auk þess augljósa að hann þarfnast illilega nýs áklæðis ;-)


Þessi póstur bara verður að enda á mat! Afþví að í morgun fékk ég í heimsókn til mín 2 vinkonur, en við hittumst alltaf á miðvikudagsmorgnum og föndrum saman.. Og í morgun borðuðum við þessa sælu.

Við erum að tala um franska súkkulaðiköku með súkkulaðikreminu ooooogg hnetusmjörskremi líka.

Ef þú ert aðdáandi m&m peanutbutter þá er þetta eitthvað sem þú verður að prófa!! :-)

Ég bakaði súkkulaðikökuna í möffins-ál formi. Setti svo eina "möffins" í plastglas, svo hnetusmjörskremið, aðra "möffins" og loks súkkulaðikremið. Skellti þessu svo í frysti. 

Sniðugt að gera þetta svona og taka svo bara eitt útúr frystinum í einu, svo maður missi sig ekki ;-)

Uppskriftin sem ég notaði er í Hús og Híbýli - frá því í janúar.

... Og hér er svo uppáhaldið mitt þessa dagana. Frosin rauð vínber. Hef í langan tíma barist á móti þessu því þetta hljómaði of skrýtið en ó mæ, er þetta gott! ;-) Ef þið eruð ekki enn búin að prófa, þá skora ég á ykkur.

5 comments:

  1. Kökurnar eru ekekrt smá girnilegar og sniðugar.
    Og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr verkefnunum þínum.

    ReplyDelete
  2. Uhuhu! Mig langar í svona köku!
    og líka stólinn!

    ReplyDelete
  3. Kakan og vínberin voru killer!!! Nammiiiiiiiii!

    ReplyDelete
  4. Það verður gaman að sjá hvernig stóllin kemur út :) Á einmitt eins stól sem þarf að gera upp :) Og úff hvað kökurnar eru girnó :D Væri geggjað ef það laumaðist inn uppskrift af þeim :D

    Annars þá er ég voða dugleg að skoða hjá ykkur, finnt föndrið ykkar alveg ferlega skemmtilegt :)

    ReplyDelete
  5. Kökurnar eru sko jafngóðar og þær líta út fyrir að vera ;) En ég öfunda þig pínu mikið af þessum spegli, væri sko til í að nota umgjörðina af honum :) hitt er líka mjög flott samt :)

    ReplyDelete