Hér kemur fyrsti skammtur af öskudagsbúninga hugmyndum, ætla að reyna að koma inn öðru eins í kvöld, og set þá hugmyndina sem ég er búin að velja fyrir mína litlu elskulegu. (ég er sko ekkert að hata það að fá að ráða, eins gott að njóta þess á meðan það varir ;-) )
Vona að sem flestar mömmur ætli að föndra eitthvað sniðugt á sín börn, bæði vegna þess að það er svo skemmtilegt en líka vegna þess að það kemur oftast betur út en þessir keyptu búningar, eða það finnst mér í það minnsta.
Eins og þið sjáið þá þarf þetta oftast ekkert að vera flókið, og það er svo oft hægt að nýta það sem er til í kringum mann í búningagerðina :-)
En æðislegir búningar. Ég vildi að ég mætti ennþá ráða hvað minn verður.
ReplyDeleteÞeir fá allavega heimasaumaða búninga.