Tuesday, August 30, 2011

Dagur í fjörunni

Ég fór með stelpurnar mínar í fjöruna á Stokkseyri um daginn. Á meðan sú yngri svaf  gauraðist sú eldri um og ég elti hana eins og ég gat - vopnuð myndavélinni.


Þessi myndasyrpa var endalaust að kalla á mig svo ég varð að gera eitthvað við þessa dásemd. Þar sem hún kastar stein og hleypur svo krókaleið til mín til þess að sýna mér hversu skítug hún varð við þetta.. Ég var of sein að smella af en að sjálfsögðu þurkaði hún drullunni í buxurnar.. :-)Ég þræddi svo myndirnar upp á tvinnaOg hengdi upp með herðatréNo comments:

Post a Comment