Thursday, November 24, 2011

Hárbandabrjálæði

Ég smellti hárbandinu góða á litlu Rögnu Evey um daginn. Það varð til þess að sú stóra krafðist þess að fá hárband fyrir sjálfa sig og gladdi mömmu sína mikið með því :-)
Ég fann ekkert annað en blúnduefni svo ég klippti bút af, nógu langt til að komast utanum höfuðið hennar og geta bundið það saman. festi svo stóran bleikan dúsk á sem hefur verið að þvælast fyrir mér. En þá kom hún auga á þæfðu kúlurnar sem ég hef verið að gera og sannfærði mig um það að hún þyrfti að fá einn bleikan á bandið.

Agalega fín! 

No comments:

Post a Comment