Friday, November 4, 2011

Hvít gólf

Hér á Tálknafirði búum við í húsi sem mamma og pabbi eiga. Húsinu sem ég ólst upp í. Á stofugólfinu er teppi sem er aaaalveg að verða komið á tíma ( eða svona rétt rúmlega það..;-) ). Mig langar svo í hvítt gólf á það en langar líka að það verði ódýrt. Mínar hugmyndir felast í að annaðhort flota það og lakka svo eða parketleggja það með krossviði, pússa svo og lakka hvítt.
Þessi hugmynd er ekki að fá neinar svakalegar undirtektir hér. Ég ætla að fá pabba til að kíkja með mér á þessar myndir og er nokkuð viss um að hann sannfærist ;-)


Einhver með reynslu af hvítum gólfum sem vill deila með mér ?

Ef ég fæ þetta ekki í gegn verð ég sennilega að hætta að kíkja á pinterest ;-) haha það væri pína!

2 comments:

  1. Sæl,

    ég hef aldrei kommentað hérna áður en ég verð að segja að ég mæli ekki með hvítu gólfi...eiginlega bara alls ekki. Það er hvítt gólf á hluta af íbúðinni minni og guð minn góður það sést ALLT á því. Þetta kannski lúkkar voða vel en er ekkert rosalega praktískt..sorry.

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir svarið :-) Ég var einmitt búin að sjá það skrifað á ýmsum síðum. Mig langar samt svo til að prófa, ég lakka það þá bara í öðrum lit ef illa gengur ;-)

    ReplyDelete