Langar að byrja á að segja takk fyrir kommentin kæru stelpur! Það er svo skemmtilegt að sjá að þið séuð að fíla það sem við erum að gera! Síðan fær núna rosalega margar heimsóknir á hverjum degi og það er svo skrýtið að fá svona lítil viðbrögð.. En þetta er örugglega allt að koma ;-)
En, já, ég var búin að segjast ætla að sýna ykkur jóladagatal söngfuglsins og súkkulaðigikksins míns. Hér kemur það:
Ég byrjaði á að finna 24 gamaldags jólamyndir eins og ég talaði um hér. Minnkaði þær í wordskjali og prentaði svo.
Klippti þær út. Aftan á þær skrifaði ég svo eitt jólalag.
Og smelli í krukkur. Setti svo á þær smá efnisbúta, rautt band og klemmurnar frá því í fyrra til að merkja þær með númerum.
Suma daga setjum við svo líka smá nammi með.Upp á skáp með þær!
Svo höfum við raðað fallegu myndunum inn í skápinn og lífgum hann svolítið upp með því.
Það er gríðarleg ánægja með þetta á þessu heimili. Mæli með þessu!
Og smelli í krukkur. Setti svo á þær smá efnisbúta, rautt band og klemmurnar frá því í fyrra til að merkja þær með númerum.
Suma daga setjum við svo líka smá nammi með.Upp á skáp með þær!
Svo höfum við raðað fallegu myndunum inn í skápinn og lífgum hann svolítið upp með því.
Það er gríðarleg ánægja með þetta á þessu heimili. Mæli með þessu!
Ég notaði krukkurnar bara vegna þess að þær eru til hér í skrilljónatali þar sem ég fæ mig ekki til að henda þeim! haha :-) Hægt að nota hvað sem er.
Svo mikil snilld að hafa dagatalið þannig að það kosti ekkert þar sem þessi mánuður snýst svo mikið um að kaupa og kaupa.
Næst kemur meiri jólainnsblástur! :-)
Æðislegt:) Ég er lengi búin að fylgjast með síðunni ykkar og hún er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef aldrei sett inn komment, en finnst kominn tími til að þakka fyrir mig. Þið eruð búnar að gefa mér óteljandi skemmtilegar föndurhugmyndir:) Kv. Ragnhildur
ReplyDeleteAlltaf jafn gaman að skoða hjá ykkur...hef fylgst með ykkur lengi en er alls ekki nægilega duglega við að skilja eftir spor...ætla að bæta úr í framtíðinni :)
ReplyDeleteMig langar sjálfri svo mikið til að blogga um allt það sem ég er að gera en hef mig aldrei af stað í það...hef ekki komst lengra en þetta https://www.facebook.com/#!/media/set/?set=a.131720963565252.23992.100001820471492&type=3 ....læt kannski verða af því á nýja árinu, aldrei að vita :)
Þið eruð æði!!
Kv, Elísabet
Vá hvað þetta er frábær hugmynd! Heppin hún Erla Maren :) Ég hlakka mikið til í að vera ekki námsmaður með tilheyrandi desemberstressi!
ReplyDelete