Monday, January 23, 2012

Elsku sólin lét sjá sig þann 21. janúar og gaf okkur hér fyrir vestan hlýtt í hjartað!

Geislinn í vatninu

Geislinn í vatninu

Þú fálmar í vatninu leitandi,
þú hrasar og stendur svo upp á ný.
Blómið í vatninu þráir ljós.
Fegurð þess færir þér yl í nótt.
Þú flýtur með gróðrinum
þar til botni er náð
og þú liggur þar hreyfingarlaus um sinn.
 
Dag einn þá vaknar þú
og lítur upp, ísinn er þiðinn og sólin skín.
Geislinn í vatninu gaf þér líf
teygði sig niður til þín af sinni náð.
 
Lag & Texti: Þorsteinn Einarsson

No comments:

Post a Comment