Thursday, January 19, 2012

Fíni skápurinn tekur breytingum

Ég tæmdi skápinn hennar mömmu sem stendur í eldhúsinu um daginn. Vissi ekki hvað ég ætti svo að gera því mér fannst að ég ætti ekkert til þess að setja í hann. En þegar ég var búin að tína saman allt mitt fína og fallega var skápurinn bara orðinn ansi fínn! Ég reyndar iða alveg í skinninu því mig langar svo mikið til þess að smella veggfóðri inní skápinn! Ég geri það bara við skápinn sem ég fæ mér þegar mamma tekur þennan á endanum ;-)
Iittala glösin og skrautið úr brúðkaupinu
Meira Iittala


Bollastell in the making


Setti svo þessa fínu skál sem ég átti ofan á aðra. 


No comments:

Post a Comment