Thursday, January 26, 2012

Myndaveggur

Nánast allir rammar sem fundust á heimilinu voru lakkaðir hvítir!

Uppáhaldsmyndum smellt í 
Og svo var spáð og spegúlerað alveg endalaust. Dagblöð klippt í sömu stærðir og rammarnir og úrklippurnar svo hengdar upp með kennaratyggjói þeim var svo endurraðað ansi oft þar til ég var loks sátt og fór að negla. Þetta er svo útkoman. Myndaveggur á ganginum:


Vonandi get ég svo fljótlega farið í skápinn sem þarna sést aðeins í og ljósin á ganginum. Ég er ansi hrædd um að ljósin sleppi ekki við hvíta spreyjið en skápurinn er aðeins meiri ráðgáta ;-)2 comments:

  1. geggajað! Ég er alltaf á leiðinni að smella upp myndavegg! Þú gafst mér innblástur ;)

    ReplyDelete
  2. Snilldar myndaveggur hjá þér! :o) Ég þarf einmitt að fara uppfæra vegginn minn verulega!

    ReplyDelete