Tuesday, February 21, 2012

Þegar maður er farin að hlakka til vorsins..

..er góð hugmynd að skottast út í garð og klippa smá af birkirunnanum

Setja afklippurnar í vatn og gera svolítið krúttlegt.
Svo sakar ekki heldur að kveikja á smá kerti.
Á diskinn setti ég þæfðar kúlur sem voru í aðventu-skreytingunni hjá mér og eina origami trönu. áður en þessi litla flaska varð að blómavasa innihélt hún sveskjudjús ;-)



Annað kvöld ætla ég svo að sýna ykkur ofurhetjuna mína og litlu systir hennar, krummann! Vá hvað ég er spennt að setja þær í búningana! haha

1 comment:

  1. Þetta er sætt hjá þér Dúdda mín minnir á páska og vor. Við bíðum spennt eftir því að sjá ofurhetjuna og krummann :)

    ReplyDelete