Wednesday, March 7, 2012

Ég þrái vor!

Og geta skottast út á snúrur án þess að það sé mikið mál. Svo ég geti farið að labba upp á Bæjarfell og farið í pollinn alla daga! Snjórinn sem ég þráði svo mikið fyrir jól má alveg fara að hverfa.

Greinarnar sem ég sótti út í garð um daginn eru laufgaðar og minna allavega á vorið :-)

Smá Hjálmar í tilefni þess ;-)


Geislinn í vatninu


Þú fálmar í vatninu leitandi,
þú hrasar og stendur svo upp á ný.
Blómið í vatninu þráir ljós.
Fegurð þess færir þér yl í nótt.
Þú flýtur með gróðrinum
þar til botni er náð
og þú liggur þar hreyfingarlaus um sinn.
 
Dag einn þá vaknar þú
og lítur upp, ísinn er þiðinn og sólin skín.
Geislinn í vatninu gaf þér líf
teygði sig niður til þín af sinni náð.


No comments:

Post a Comment