Thursday, May 31, 2012

AfmæliseiginmaðurElsku Arilíus minn á afmæli í dag. Hann er alveg dásamlegur þessi maður sem ég á.  Gæti ekki óskað mér betri félaga. Hann er minn allra besti vinur og sá sem ég get alltaf treyst á. Og eftir öll þessi ár er ég enn bálskotin í honum og honum tekst enn að láta fiðrildi flögra um í maganum mínum!
Rakst á þessa mynd um daginn á pinterest en þegar ég las textann sá ég að ég á akkúrat þennan fullkomna herramann


Hann er alveg dásamlegur pabbi!
Þessi elska var vakin með söng í morgun og svo beið hans morgunmatur inní eldhúsi, en það er ekki svona á hverjum degi, ahemm ;-) 
Við mæðgur erum búnar að leggja okkur mikið fram í dag við að vera sem elskulegastar við hann og núna ætla ég að fara að halda áfram að gera akkúrat það!

Kv. Dúdda*
No comments:

Post a Comment