Friday, June 1, 2012

Föstudagsfjör



Suma daga er pirringurinn of mikill hjá litlum þreyttum skottum til þess að mamman nenni að draga stóra þunga myndavél með í fjörið. Planið í dag var að skilja allt eftir í drasli inni og njóta góða veðursins. Planið gekk fullkomlega! En mikið er gott að vera búin að ganga frá flestu svo hægt sé að njóta kvöldsins. Verð bara að skjóta því að hversu mikið það myndi bæta líf mitt að eiga eitt stykki iphone! ;-)

Ein samsett frá því í vikunni af Erlu Maren sem getur allt SjÁlF! að ýta lillunni sinni. ehehe, 3ja ára sjálfstætt barn.


Nokkrir skemmtilegir linkar

Uppáhalds lag þessa stundina sem ég bara fæ ekki nóg af.

The Glow er orðin algerlega uppáhalds, myndirnar eru eiginlega alveg fáránlega flottar og alveg dásamlegt  að lesa spekina frá þessum flottu mömmum sem birtast við hliðina á myndunum.

Eitt qoute úr myndaþættinum um Josie Maran: "When I had Rumi, my mom told me to remember how I was as a child. If you can be empathetic with your kid and see their perspective, you can always find a solution." - Fannst æði að lesa þetta því ég er að berjast við sjálfa mig að sleppa pínu takinu á Erlu Maren sem þeysist þessa dagana um á hjólinu og leyfir mömmu sinni ekki að hjálpa fyrr en það er pottþétt að hún geti alls ekki sjálf. 

Ég sagðist ætla að taka þátt í pinterest áskoruninni hjá Soffíu sem heldur úti síðunni Skreytum hús en er enn ekkert farin að gera neitt. Ég kenni veðrinu um. Vonandi að ég nýti einhvern hluta helgarinnar til að bæta úr þessu svo ég geti verið með..


Við ætlum að eiga góða helgi hér fyrir vestan, smá garðvinna, eltast við stelpuskottin, vonandi fara á ball á Patreskfirði með engum öðrum en Björgvini Halldórs og Ingó og veðurguðunum. Ég er allavega búin að ákveða hvaða kjól ég ætla í svo ég get eiginlega ekki hætt við. En það er kjóll sem kostaði mig 300 krónur í nytjamarkaðinum á Selfossi í fyrra vor en ég hef enn ekki haft tækifæri á að nota, hann er voða fínn :-)

Vona að þið eigið öll dásamlega helgi! :-)

Kv. Dúdda*





1 comment:

  1. These pictures are so cute, I love the little outfits. The gumboots and red beanie are the best!

    ReplyDelete