Tuesday, May 1, 2012

Afmæliskortið

Fyrsta afmæliskortið er eitt af því sem mér finnst að maður verði að halda svolítið uppá. Kortið sjálft er kannski ekki það sem skiptir mestu máli, heldur það sem í þvi stendur. Það var þreytt mamma sem föndraði kort fyrir litlu Rögnu Evey sína kvöldið fyrir fyrsta afmælisdaginn. Föndrið fólst í því að klippa passlega stóran bút af fallegum skrapp pappír, brjóta saman og skrifa falleg orð.





20. apríl 2012

Elsku hjartans Ragna Evey okkar!
elsku litla ljúf.

Svo mikið til hamingju með fyrsta afmælisdaginn þinn.
Þetta fyrsta ár með þér er búið að vera dásamlegt og þú hefur gefið okkur svo margt.
Við erum svo þakklát fyrir að tilheyra sömu fjölskyldu og þú.
Það er búið að vera ótrúlega gaman að fylgjast með þér þroskast og stækka og við hlökkum mikið til að fylgjast áfram með þér og sjá þig þroska og þróa hæfileika þína!
Þó svo að við hlökkum til að sjá þig stækka reynum við líka að njóta þess að hafa þig svona litla og fá að heyra þig segja mamma -bappa - Edla - Alveg það dásamlegasta sem við vitum!

Við elskum þig öll

Mamma, Pabbi & Erla Maren




Nú fer kortið að kúra sér í minningakassanum hennar Rögnu sem ég á enn eftir að ger fínann. Ég ætti kannski að fara að drífa í því :-)

3 comments: