Wednesday, May 2, 2012

Fína!

Loksins fór ég í að falda buxurnar fínu og svo setti ég teyju inní faldinn. Ragna Evey er svo fín en það sorglega er að hún fer ekki í þessar buxur mikið oftar, afþví þær eru í það allra minnsta.

 Hér er hún svo með fína kanínulampanum sem hún fékk frá okkur í afmælisgjöf.

Aðeins að fá að taka á honum ;-)Nú fer ég með þessa snúllu og stóru systir hennar á leikskólann, RE er að klára aðlögunina þar þessa dagana :-)

Eigiði góðan dag*

3 comments:

 1. Fínar og sumarlegar buxur. Veistu börn á þessum aldri eiga það til að vaxa bara á lengdina og því er ekki útilokað að hún geti notað þær lengur. Gætir þurft að lengja í böndunum og taka teyjuna að neðan og gera smart uppábrot og fá þannig meiriháttar stuttbuxur td. utan yfir sokkabuxur. Bara trix sem ég lærði af vinkonu minni :)
  kv. Hanna

  ReplyDelete
 2. Takk fyrir ábendinguna Hanna! Skoða það :-)

  ReplyDelete
 3. Your baby girl is so adorable - her blue eyes remind me of my own sweet baby. Also - that blanket is incredible! Did you make it?

  ReplyDelete