Saturday, May 5, 2012

Föstudagsfjör

Nýtt og spennandi! 
Núna ætla ég að birta myndir á hverjum föstudegi myndir frá deginum okkar. Mér finnst sjálfri svo gaman að fylgjast með svona föstum liðum á öðrum síðum.

Ég vinn alltaf til hádegis og svo byrjar helgarfríið okkar og þá geta ævintýrin byrjað! 

Við mæðgur áttum góðan dag í geggjuðu veðri. Vorum svo heppnar að eyða stórum hluta dagsins með Freyju ömmu.



Aðeins að kíkja í bækurnar áður en haldið er í leikskólann.
 Systur að skottast í fjárhúsin á eftir ömmu.
 Mikið að gera
 Slakað sér í hlöðunni
 Haldið í pollinn til að skola af sér
 Pollurinn í fyrsta sinn hjá sumum :-)
 Busl
 Smá ís á eftir 

Það spurði einhver hér fyrir neðan hvernig myndavél og linsu ég notaði en ég nota Nikon D60 og aðallega kit linsuna sem fylgdi með. Ég er svo nýlega líka farin að nota þessa linsu. Myndirnar sem ég tek með henni eru alltaf mun flottari, en ég þarf líka að vanda mig meira og oft erfitt að ná myndum af stelpunum sem eru alltaf á hreyfingu með henni. Þessar myndir hér fyrir ofan eru teknar með kit linsunni.
Njótiði dagsins elsku fólk!*
Kv. Dúdda

3 comments:

  1. Mikið hlakka ég til sumarsins:)! Gott að sjá svona fallegar myndir 10 mín fyrir próf.. þá fær maður gott í hjartað:)

    Kv. Sigríður Etna

    ReplyDelete
  2. Oh hvað ég hlakka til að koma til ykkar í sumar!! :)

    ReplyDelete
  3. Og við hlökkum til að fá ykkur báðar til okkar í sumar! :-)

    ReplyDelete