Thursday, May 3, 2012

Markmið

Nú í byrjun sumars finnst mér svo mikil snilld að setja mér ný markmið. Ég ætla ekki bara að setja markmið sem snerta mig sjálfa heldur líka fyrir þetta litla blogg.

Mig langar í dag að segja ykkur frá þeim markmiðum.

Fyrsta markmiðið fyrir bloggið er virkni. Ég er búin að skrifa niður ótal hugmyndir sem ég ætla setja á bloggið, ég vonast  til þess að geta sett hér inn að minnsta kosti 5 blogg á viku.

Mig langar fá fleiri til þess að lesa bloggið, finnst að jákvæðnin og allt það fallega sem ég set hér inn mætti alveg dreifa sér svolítið út. Ég vonast því eftir sem flestum heimsóknum. Þið kæru lesendur megið endilega hjálpa mér til við það :-)

Ég vonast til að fá uppí hendurnar skemmtileg tækifæri út á síðuna ;-)

Ég vil að ég læri fleiri sniðuga hluti til þess að gera síðuna enn flottari og skemmtilegri.

Svo langar mig til þess að sem flestir fari að blogga um það sem þeir eru að brasa við heima. Finnst alvarlega vanta skemmtilegar íslenskar síður. Margar skemmtilegar síður eru til núna en það má alltaf bæta fleirum við. Ef þú ert með síðu endilega settu link í komment. Eru ekki líka einhverjar skvísur að spá í að fara að byrja að blogga? ,-)

Læt fylgja með 2 myndir úr fjöruferðinni um helgina. Ég er að vinna í að búa til myndband með myndunum og myndböndum sem ég tók á fína símann frá bróðir mínum. Er bara að bíða eftir því að fá þær til mín ;-)



6 comments:

  1. Ég les bloggið ykkar oft og hef gaman af. Elska gleði og glys sem bloggið ykkar einkennist af.

    Mitt bloggg er mis virkt. Stundum er ég mjög dugleg stundum ekki jafn dugleg.

    slóðin er www.z-an.blogspot.com

    held áfram að láta vita af ykkur
    takk fyrir mig

    ReplyDelete
  2. sælar. ég les bloggið ykkar og hef gaman af... líst vel á þessi markmið hjá þér. Ég reyni að blogga um ýmislegt sem ég er að bardúsa heima amk 1 sinni í viku ef ekki 2. Oftast reyni ég að lýsa því sem ég hef verið að gera þannig að það nýtist öðrum sem vilja gera eins (leiðbeiningar, slóðir að myndböndum, linkar á síður osfrv). Ég skrifa á ensku, þar sem að margir vinir mínir eru ekki íslenskir - en líka til að ná til fleira fólks. Bestu kveðjur úr Mosó.

    ReplyDelete
  3. Ég kíki mjög oft á fínu síðuna ykkur, mér finnst hún alveg frábær! Ég er með bloggsíðu ásamt dóttur minni en við erum ekki alveg nógu duglegar að skella inn færslu, erum að vinna í því, hehe :)

    http://tiiimo.blogspot.com/

    ReplyDelete
  4. ég elska að lesa bloggið þitt, þú ert svo hugmyndarík og jákvæð, það er sko góð blanda :)
    Kv. Líf

    ReplyDelete
  5. elsku frænkur, svo yndislegt að lesa bloggin hjá ykkur :) og fyndið að þú nefndir þetta með blogg, því ég tók ákvörðun um daginn að byrja á einu slíku og hér er linkurinn...

    http://asdisgests.blogspot.com/

    ég vona að mér muni ganga vel :)

    ReplyDelete
  6. Takk fyrir að skrifa nokkur orð dömur! Alltaf gaman að sjá nýjar síður! og svo sjá aðrar sem maður var búin að gleyma. Er búin að bæta ykkur öllum á bloglovin listann minn :-)

    ReplyDelete