Mamma mín á slatta af leðri og hún og pabbi hjálpuðu mér að útbúa þetta belti. Mamma notaði bútasaumsgræjurnar til að skera það til og svo gataði pabbi með einhverjum leðurgræjum sem hann á. Gott að fá smá aðstoð stundum.
Svo er bara smellt silkiborða í götin og slaufa hnýtt. Beltið er voða fínt sama hvort slaufan er höfð að framan eða aftan.
Ef þið eruð með sæmilegar græjur í þetta verkefni þá er þetta ekkert mál. Bara að ákveða hversu breytt þið viljið hafa beltið, mæla svo hversu langt það á að vera. Það er pottþétt best að nota hníf til að skera leðrið og gata svo með leðurtöng.
Og svo fína hálsmenið sem Erla Maren föndraði í leikskólanum. Þetta eru perlur þræddar uppá garnspotta. Alltof sætt! :-)
Árný systir var svo góð að smella þessum myndum af mér fyrir utan gamla bæinn á Eysteinseyri <3
Innblásturinn fyrir þetta föndur fann ég á Pinterest. En hér er upprunalegi linkurinn
Innblásturinn fyrir þetta föndur fann ég á Pinterest. En hér er upprunalegi linkurinn
Kv. Dúdda*
No comments:
Post a Comment