Ég er búin að þeysast á milli landshluta 2 síðustu helgar sem útskýrir rólegheitin hér.
Mig langar samt að sýna ykkur myndir frá 17. júní. En ég og Eva Lind vinkona ákváðum að sleppa öllu húllum hæ-i í bænum og fara frekar með fjölskyldurnar okkar á Þingvelli. Eva er alger listamaður með myndavélina sína og hér koma myndir frá okkur báðum.
Litlir vinir og Alli með litlar skottur.
Alltaf - alltaf að láta taka fjölskyldumuynd
Systur
Okkar eigin skrúðganga
Fallegt á Þingvöllum - Gleðin skín úr litla andlitinu :-)
Stigið varlega til jarðar.
Nestistími!
Ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að hér væru á ferð prinsessur.
.Rigning allt í kring en sólin skein á okkur <3
Heimsins mesta og girnilegasta nesti.
Þessir litlu kroppar áttu yndislegan dag saman <3
Mæli svo innilega að eiga svona fjölskyldudag þegar eitthvað er um að vera í borgum og bæjum.
<3 Dúdda
Tásumyndin er ómótstæðileg!
ReplyDelete