Wednesday, June 27, 2012

mömmufrí

Ég fékk 4 daga frí frá mömmu hlutverkinu í síðustu viku og það var alveg dásamlegt! Stundum svolítið rólegt en samt bara dásamlegt. Ég saknaði litlu skottanna mikið en vissi vel að þær væru á góðum stað þar sem þeim leiddist ekki og væru mikið dekraðar af ömmu sinni og afa fyrir sunnan.

Ég ætlaði að gera mikið og margt þennan tíma, en það sem ég gerði var akkúrar ekkert. Algerlega BeSt!


Fríið endaði svo á því að ég keyrði suður til að hitta stelpurnar og eiginmanninn. 6 klukkutímar af engu nema fallegu landslagi og gamalli tónlist sem er alltof langt síðan ég hlustaði á. Diskar frá því ég var á gelgjunni jú sí ;-) Ekkert töff í gangi þar...

Þessi blanda hafði þau áhrif að hugurinn fór á fullt og ég lauk ferðinni á Stokkseyri með svoleiðis yfirfullan huga af hugmyndum. Það var einhver ástæða fyrir því að ég stökk inn í hús rétt áður en ég lagði af stað til að sækja minnisbókina...


Ég vona að ég fái aftur tækifæri á svona fríi, held að það hafi allir gott af því. Mæli með þessu! :-)








<3 Dúdda

No comments:

Post a Comment