Thursday, June 28, 2012

Iphone

Nú er ég loksins búin að eignast Iphone og er orðin alveg sjúk. Þvílíka snilldin sem það er að vera alltaf með netta myndavél á sér sem tekur flottar myndir. Og ekki verra að geta leikið sér að öllum öppunum sem hægt er að hlaða inná græjuna.

Tæknin er samt kannski of mikil því ég er strax farin að koma mér í vandræði með símanum og fljótfærninni í mér. En ég náði í gær að setja myndband sem ég hafði hugsað mér að klippa til í tölvunni
beint á facebook. Ég var í fjöruferð með stelpunum en á þessari klippu var vandræðanlega mikið af kjánalegum sjálfsmyndum af mér. Myndbandið hékk inni í 2 heila tíma áður en ég áttaði mig á þessu.. Vandró! Haha. 

Í bænum keypti ég líka svo fína skó í Tiger sem ég má til með að deila með ykkur. en myndirnar eru einmitt teknar á fína síman. Hohoho :-)
<3 Dúdda

2 comments:

  1. hahahah....ég hélt að myndbandið þitt ætti að vera svona "djók" myndband..því það er svo mikið um það að fólk sé að taka sjálfsmyndir af sér aftur og aftur og setja á facebook..ég tengdi þetta bara saman..hahah mjög fyndið:) svona sérstaklega því þú ert ekki týpan í svona sjálfsmyndbandaæði :P ...annars yndislega fallegir skór sem þú ert í ;)

    ReplyDelete