Monday, July 16, 2012

Dásemdar dagar

Við erum að eiga alveg yndislega daga hér heima í firðinum. Húsið okkar er fullt af dásamlegu fólki. 
Hér er verið að anda að sér ævintýrum, búa til minningar og njóta alls þess sem umhverfið hér hefur uppá að bjóða. Við sóttum okkur í gær Kerfil sem við fluttum heim í hús í grindinni undir vagninum.  Ég var svo spennt að raða honum  í vasa. Það gengur hins vegar ekki alltaf allt upp eins og það á að gera, því blómin voru alveg hlaðin pöddum. Svo við köstuðum þeim strax aftur út..

En þau voru þó falleg í vagninum.. ;-)

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment