Thursday, July 19, 2012

Heima


Það líður að því að við flytjum úr því húsi sem við fjölskyldan höfum kallað heimili síðustu mánuðina.
Húsið kallast Ólátagarður, enda bjuggu hér 6 gríslingar, ég og systkini mín.  Dætrum mínum hefur tekist ágætlega upp við að láta heimilið standa undir nafni! :-)

Það kom fljótt í ljós þegar við fluttum hingað að við myndum ekki stoppa lengi í þessu húsi og því kláruðum við aldrei almennilega að koma okkur fyrir.
Hér eru smá brot af ástandinu hérna.

Korktaflan fína sem er búin að standa uppá hlið í nokkra mánuði..

Það er alltaf nauðsynlegt að hafa smá krúttlegt á eldhúsborðinu.


 Inní dótaherberginu.





Falleg birtan á ganginum.


Núna er ég byrjuð að fara í gegnum dót og ákveða hvað ég ætla að eiga, hvað ég ætla að geyma og hverju eigi að henda. Þótt ég sé mikill safnari í mér þá er það ótrúlega góð tilfinning að einfalda lífið aðeins með þessu.

Gamla barbídótið mitt sem fannst útí bílskúr.

Og mikið sem ég er farin að plana varðandi nýju íbúðina! Get ekki beðið eftir að koma öllum fínu hugmyndunum í framkvæmd!


Kv. Dúdda <3

.

2 comments: