Wednesday, July 11, 2012

Nýtt upphaf


Eftir svolitlar pælingar ákvað ég að taka stökkið og búa mér til nýja síðu. Og hér er hún, alveg berrössuð en samt svo fín. Hlakka til að breyta og bæta næstu daga. 

Vissi ekkert hvað hún ætti að heita en elskulegt nafnið varð fyrir valinu. Það er eitt af uppáhaldsorðunum mínum eins og sjá má hér. Held að það orð hæfi líka þessu litla horni mínu sem mun vera eins og einhverskonar dagbók yfir allt það elskulega í lífi mínu. 

Ég er manneskja sem deilir yfirleitt flestu með fólki. Skammast mín sjaldnast fyrir neitt og vil helst geta rætt hlutina. Ég er jákvæð og bjartsýn að eðlisfari og elska að hafa fínt og fallegt í kringum mig.

Af öllum þessum ástæðum er mikilvægt fyrir mig að eiga þessa síðu til að skrá niður allt það skemmtilega sem lífið hefur uppá að bjóða. 

Vona að einhverjir hafi gaman að því að fylgjast með.


Horft niður frá Systravörðum, labbaði með Sigríði systur þangað í gær :-)
Kv. Dúdda <3

4 comments:

 1. Hlakka til að lesa meir frá þér ! :) - Silvá

  ReplyDelete
 2. Til hamingju með nýja bloggið. Hlakka til að fylgjast með þér áfram :)

  ReplyDelete
 3. glæsileg hja þér. það verður gaman að fylgjast með :)

  ReplyDelete
 4. kveðja Guðlaug frænka :)

  ReplyDelete