Wednesday, August 8, 2012

3ja ára

Það er til svo mikið af perlum sem maður veit ekkert um! Kristinn bróðir benti mér á lag um daginn sem heitir Nú ertu þriggja ára. En hann hafði heyrt það spilað í útvarpinu. Þegar ég var búin að hlusta var ég með tár í augunum enda nánast eins og það hafi verið samið um litlu 3ja ára Erlu Maren mína.
Sennilega getur það samt fjallað um allar þriggja ára stelpulinga :-) 


Nú ertu þriggja ára elsku ljúfan mín,
úr augum björtum sakleysið þitt skín.
Svo létt og frjáls sem fuglinn,
er flýgur grein af grein,
svo glöð í söngvum þínum,
svo ung og hjartahrein.

Þú hendist yfir borðið, þú stekkur upp á stól
þú stígur dans á gólfinu, þú þráir fjör og sól.
Nú ertu þriggja ára ó, elsku ljúfan mín,
því yrki´ég þetta litla ljóð til þín.

    Jón M. Kjerúlf 

Myndir frá elsku Evu Lind

Kv. Dúdda <3

2 comments: