Það er aldeilis tími breytinga hjá okkur fjölskyldunni í Ólátagarði. En eftir ca. 2 vikur verðum við orðin fjölskyldan í Innstu Tungu. Það verður breyting!
Stelpurnar byrja á glæ nýjum og spennandi leikskóla.
Ég byrja í æsispennandi nýrri vinnu.
Þangað til þetta gerist á ég eftir að læra ótal margt, pakka alltof miklu af dóti niður. Ferðast landshluta á milli. Og sakna fjölskyldunnar alltof mikið!
En Arilíus og Erla Maren hafa verið fyrir sunnan þessa viku. Ég og Ragna förum svo til þeirra á morgun. Ég skil þau svo öll eftir fyrir sunnan meðan ég kem vestur og undirbý næsta vetur.
Ein góð af okkur sem elsku Eva Lind tók af okkur í Pollinum góða.
Kv. Dúdda <3
Húrra fyrir breytingum!
ReplyDeletenúna er ég alveg ClueLess...hvar er aftur Tungan ?? ég á alveg að vita það ég veit :)
ReplyDelete