Saturday, October 13, 2012

Barnaherbergispælingar

Loksins er orkan mín orðin þannig að ég get hugsað mér að fara að koma heimilinu okkar í það form sem ég vil hafa það í. Ég er búin að fara inní hvert herbergi og pæla í hvað vantar þar inn og skrifa niður. Ég ætla að taka eitt rými fyrir í einu og byrja á svefnherbergi stelpnanna. Eiginlega bara afþví að það er auðveldasta verkið, svona til að koma mér í gang ;-)

Ég er dugleg að safna mér innblástri á Pinterest. Hér er barnaherbergjamappan mín og hér eru svo nokkrar myndir þaðan sem mér finnst einstaklega fínar.


Finnst þessar hillur dásamlegar. Hægt að finna svipaðar í ikea. Mig vantar nokkrar svona þarna inn.
Ég verð að fara að safna og búa til fullt af púðum.. Virkilega kósý mynd.
Við lesum aðallega uppí rúmi hjá Erlu, ætti að redda mér nokkrum svona.
Verð líka að koma upp myndavegg hjá þeim. Þessi er voða fínn :-)

1 comment:

  1. I am loving this!! Elska að skoða barnaherbergi og fá hugmyndir fyrir herbergi krakkanna :)

    ReplyDelete