Monday, October 15, 2012

Afmæliskrukka

Elsku Mamma mín átti afmæli á laugardaginn. Ég hafði gleymt að græja gjöf, allt lokað svo ég varð að grípa í föndrið. Ekki að ég sé að hata það ;-)

Við mæðgur fórum upp fyrir hús með poka og tíndum falleg laufblöð. Mis falleg reyndar þar sem þessi eins og hálfsárs var ekki alveg að skilja að þetta snerist um að finna nokkur falleg, en ekki fylla pokann... ;-)


 Við fundum okkur svo krukku, röðuðum laufblöðunum hringinn og bundum með garni. 


Svo við vorum komnar með svona líka fína kertakrukku :-)

 Og amman alsæl og afinn auðvitað líka :-)

Svo það fari ekkert á milli mála þá fékk ég þessa góðu hugmynd af síðu sem heitir Craft & creativity. Gaman að leika sér með allt það sem dásamlega haustið bíður uppá :-)

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment