Wednesday, October 17, 2012

Yndislega og dásamlega haust!

Haustið er að koma afskaplega vel fram við okkur hér í Tálknafirðinum. Síðan á Laugardag hefur verið hér dásemdar veður upp á hvern dag.

Á sunnudaginn var Erla Maren farin út klukkan 9 og var úti nánast allan daginn. Eftir kvöldmat var hún svo hálf sár út í mömmu sína fyrir að leyfa sér ekki að fara út aftur.. Litla fjögurra ára skottið.. ;-)

Ég hef verið löt við það undanfarið að taka með mér stóru vélina út en um helgina fórum við mæðgur í fjöruferð þar sem hún fékk að fljóta með. Við erum að tala um fallegt veður og falleg börn, útkoman getur ekki orðið önnur en fallegar myndir....


No comments:

Post a Comment