Friday, December 7, 2012

Veggskraut í dóta og tölvuherbergi

Við fjölskyldan deilum dótaherbergi hér í nýju íbúðinni. Hér eru öll leikföng stelpnanna og svo tölvan okkar. Á veggnum fyrir aftan tölvuna voru 2 göt með rafmagnssnúrum útúr og er ég búin að stara á þessi göt síðan við fluttum og fá mis góðar hugmyndir um það hvernig ég eigi að fela þau. Hér er svo útkoman. 


Ég klippti út fullt af kössum úr litríkum og skrautlegum pappír og límdi upp á vegg með kennaratyggjói.   


Svo kom reyndar í ljós að það myndi ekki ganga að hengja upp pappír fyrir annað gatið þar sem vírarnir vilja ekki vera í litlu holunni sinni.. En þá var lausnin að setja bara ramma þar, glerlausann  og þar skrifa ég svo minnispunkta. Win Win :-)

Þetta er semsagt fullorðins hornið í herberginu. Deili restinni með ykkur seinna ;-)

Góða helgi elsku fólk! :-)

Kv. Dúdda <3

1 comment: