Monday, January 7, 2013

Mömmupæling-að ruglast

Í vinnunni minni hjá Hjallastefnunni hef ég lært ótal margt. Eitt af því sem ég hef tekið með mér heim úr vinnunni er hugmyndin um það að hægt sé að ruglast í hegðun. Og á það bæði við um mig og dæturnar. 

Þannig að þó svo að eitthvað fari ekki eins og það átti að fara og viðbrögðin séu ekki alltaf eins og best verður á kosið þá þýðir það ekki að við séum ómögulegar og glataðar heldur bara það að við erum mennskar og getum æft okkur og það erum við einmitt alltaf að gera.


Æfingin skapar jú meistarann!


,,Æj, elsku dúllan mín, varstu aðeins að ruglast núna?" Hljómar betur en ,,Jesús Kristur! Geturu aldrei verið til friðs?"


Ég get á sama hátt verið sanngjarnari við sjálfa mig þegar ég bregst við einhverju á annan hátt en ég hefði viljað. Í stað þess að hugsa: Sjitt, hvað ég er vonlaus get ég hugsað: Núna ruglaðist ég og ætla að æfa mig betur;-)

Það er svo auðvitað mitt hlutverk sem fullorðna manneskjan að gæta þess að aðstæður séu þannig að þær bjóði ekki uppá rugling. Það getur stundum vafist fyrir manni.


Nokkrar útimyndir en þar líður okkur mæðgum oft best.




Kv. Dúdda <3

1 comment:

  1. En frábær pæling og ábending! Ég hef verið að prófa ýmsar aðferðir og svona en þetta er góð viðbót í safnið ;) Maður er víst alltaf að læra :)

    ReplyDelete