Í vikunni fengum við svo skemmtilega sendingu frá langömmu stelpnanna. Þessar fínu prjónuðu peysur. Við mæðgur skelltum okkur niður í fjöru til að ná myndum af þeim.
Þetta byrjaði hálf brösulega þar sem sú eldri datt á bossann á leiðinni og hin var mikið meira en fúl við mömmuna þegar duddan var tekin úr munninum. Þarna var ég því með tvær grátandi hnátur í ískaldri fjöru og ég farin að dansa til að hressa liðið við. Svo reyndist myndavélin batteríslaus, þá kom fíni síminn til bjargar! Þetta tókst á endanum og við náðum nokkrum myndum.
Brrr :-)
Góða helgi!
Kv. Dúdda <3
Vá hvað peysurnar eru fallegar og mikið spari!
ReplyDeleteKv. Hanna